Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. desember 2010 Prenta

Ískönnun TF GNÁ í dag.

Hitamynd kl-13:46 í dag.frá JHÍ.
Hitamynd kl-13:46 í dag.frá JHÍ.

Ískönnun TF GNÁ.
Komið í íshrafl og smá jaka á stað 66°25,5N 023°43,7V, að ísspöng með þéttleika 4-5/10 á stað 66°33,7N 023°57,4V. Fylgt spönginni til suðvesturs á stað 66°25,8N 025°04,9V, þaðan liggur ísspöngin í 240° réttvísandi. Austan við þessa punkta eru stakir jakar og íshrafl en norðan og vestan við þéttist ísinn mjög.

Kort sem fylgir þessari tilkynningu frá LHG má sjá  á vef Hafísdeildar Veðurstofunnar.
Hér er einnig hitamynd frá Jarðvísindastofnun Háskólans frá í dag,samkvæmt henni eru um 10 sjómílur í hafís NV af Straumnesi.
Einnig er mjög mikið um nýmyndun á ís í kalda sjónum.
Sjófarendur eru beðnir að sigla með varúð fyrir Horn.Nú er spáð vaxandi Norðanátt og ísinn getur því færst hratt nær landi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
Vefumsjón