Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. febrúar 2009 Prenta

Íslensk byggðamál á krossgötum.

Borgarnes.Mynd Mats.
Borgarnes.Mynd Mats.
Byggðaráðstefna verður haldin í Borgarnesi 20. febrúar nk. í samvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga, iðnaðarráðuneytis, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Byggðastofnunar og landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Íslensk byggðamál á krossgötum".

Tilefni ráðstefnunnar er samþykkt landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um endurskoðun á byggðastefnu sambandsins og þátttaka landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í „Opnum dögum" Héraðanefndar ESB og Norðurslóðaframlagi þar.

Á ráðstefnunni verða evrópsk byggðamál í brennidepli með sérstakri áherslu á stöðu Norður-Evrópu. Fyrirlesarar frá byggðastofnun framkvæmdastjórnar ESB og Nordregio munu fjalla um þau mál. Stjórnskipulag og skilvirkni byggðaaðgerða bæði hér á landi og í nágrannalöndunum verða einnig til umfjöllunar, sjá nánar meðfylgjandi dagskrá.

Ráðstefnan er áhugaverð fyrir sveitarstjórnarmenn, starfsmenn landshlutasamtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélaga, þingmenn, starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem starfa að byggðamálum og málum þeim tengdum og aðra áhugasama um byggðamál, ekki síst í ljósi umræðna um hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Dagskrá og skráning á ráðstefnuna. Skráningu lýkur 18. febrúar nk.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Húsið 29-10-08.
  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
Vefumsjón