Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. desember 2013 Prenta

Jólasaga.

Ólöf Jónsdóttir rithöfundur í túninu heima.
Ólöf Jónsdóttir rithöfundur í túninu heima.

Jól.
Við heyrum klukkurnar óma í fjarska. Það er eins og þær vilji segja: friður, friður með öllum mönnum. Jólin biðja þig og einnig mig að minnast annarra. Að minnast velgjörða þeirra, gleymi því, sem illt var unnið sakir skammsýni og bræði. Þau vilja líka að litið sé í aftari pokann, þann sem borinn er á bakinu, en þar í eru illvirkin okkar sjálfra geymd. Sá poki er oftast lítill í okkar augum, en ef við getum fengið okkur til að líta í hann, reynist hann næsta úttroðinn. Gerið kröfu til ykkar sjálfra, en ekki annarra, þá munið þið vinna stóra sigra. En nú skulum við hverfa hér um bil tvö þúsund ár aftar í tímann.

Þrír öldungar voru á ferð í eyðimörkinni. Úlfaldarnir þeirra vögguðu áfram eins og litlir bátar á öldum sandsins. En vitringarnir, því að þetta voru einmitt þeir, voru ekkert hræddir um að villast. Nýja stjarnan, sem var skærari en nokkur önnur stjarna, fór á undan þeim og vísaði þeim leiðina. Þeir lögðu eyðimörkina að baki, og við tóku víðlendir vellir. Þarna voru fjárhirðarnir með hjörðina sína, og máninn varpaði birtu yfir allt.

Stjarnan er numin staðar og vitringarnir komnir af baki fyrir framan lítið og fátæklegt fjárhús. Það eru tár í gömlum augum. Voldugur rís og hnígur söngur englanna, það minnir á nið hafsins, enda er oss boðaður mikill fögnuður:

Yður er í dag frelsari fæddur…

Úr bókinni Glaðir Dagar eftir Ólöfu Jónsdóttur rithöfund, frá Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Mundi í gatinu.
  • Spýtan og súlan eftir.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
Vefumsjón