Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. desember 2010 Prenta

Jólaveður og Hvít jól.

Vindaspá Veðurstofu kl:18:00 á aðfangadag jóla.Fyrir Strandir og Norðurland vestra.
Vindaspá Veðurstofu kl:18:00 á aðfangadag jóla.Fyrir Strandir og Norðurland vestra.
1 af 2
Nú er ekki annað að sjá enn að hvít jól verði hér á Ströndum.Hvít jól kallast ef jörð er talin alhvít að morgni Jóladags þegar veðurathugun er tekin kl níu þann morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Lesendur munið eftir að fylgjast með veðurspám sem eru hér til vinstri á vefnum undir Veðurspá,beint frá Veðurstofu Íslands.
Annars er framtíðar spáin hér frá Veðurstofu Íslands.
Strandir og Norðurland vestra:
Auslæg átt 5 til 10 og bjartviðri.Frost 4 til 12 stig,kaldast í innsveitum,en dregur úr frosti á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag (jóladagur):
Austan 8-15 m/s og snjókoma sunnan- og suðaustanlands, en annars bjart veður. Gengur í austan 15-20 með slyddu eða rigningu sunnanlands síðdegis, en mun hægari og þurrt fyrir norðan. Hvassviðri á öllu landinu um kvöldið með talsverðri rigningu sunnanlands, en snjókomu norðantil. Hlánar sunnanlands, en minnkandi frost norðantil.
Á sunnudag (annar í jólum):
Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt með talsverðri rigningu suðaustanlands, en rigningu eða slyddu annars staðar. Hægari og minnkandi úrkoma síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Sunnanátt með skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti 0 til 5 stig, en frystir fyrir austan.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnanátt með vætu og hlýnandi veðri.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Langa súlan á leið upp.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Ásbjörn grefur 22-08-08.
  • Naustvík 10-09-2007.
Vefumsjón