Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. febrúar 2014 Prenta

Júlíana prufar flotgalla.

Júlíana Lind komin í gallann.
Júlíana Lind komin í gallann.
1 af 3

Seint í haust þegar Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík fór niðri fjöru til að mæla sjávarhita sem þarf að gera tvisvar í viku,sá Jón eitthvað rautt útá flúrum. Þessu var dröslað í land og upp að skemmu,og þegar þetta var skoðað betur kom í ljós að þetta var taska með flotgalla. Taskan var rifin og gallinn rennandi blautur. Gallinn var svo skolaður og þurrkaður. Jón lét síðan Guðlaug Ágústsson á Steinstúni fá gallan,en hann á bát sem hann gerir út á sumrin á strandveiðar. Þegar Júlíana Lind dóttir Gulla og Eddu,var heima í jólafrí gerði hún sér lítið fyrir og fór í gallann og prufaði hann í höfninni á Norðurfirði. Gallinn reyndist heill og vatnsheldur. Hér með eru myndir af Júlíönu í gallanum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón