Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2018 Prenta

Komin í póstinn aftur.

Jón Guðbjörn á póstafgreiðslunni. Mynd Eva.
Jón Guðbjörn á póstafgreiðslunni. Mynd Eva.

Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík hefur nú um síðustu mánaðamót tekið við öllum pósti í Árneshreppi, það er bréfhirðingu og að dreifa pósti á bæina og sér um póststöðina á Norðurfirði fyrir Íslandslandspóst ohf.   Jón hætti akkurat fyrir ári síðan og Ólafur Valsson tók við póstinum þegar hann opnaði verslunina á Norðurfirði. Hann tolldi ekkert við það frekar en að vera í versluninni. Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti var með póstinn í sumar en getur ekki verið lengur enda nóg að gera á skrifstofu hreppsins. Íslandspóstur hafði svo strax í haust samband við Jón G að taka póstinn alveg yfir, og lét Jón undan þrýstingi og tók við öllu 1 nóvember síðastliðin fyrir póststöðina 524 Árneshreppur. „ Ég er bara endurvakin póstur aftur segir Jón G.“

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júní »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Finnbogastaðir fyrir brunann.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
Vefumsjón