Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. nóvember 2008 Prenta

Lífvörður Jörundar Hundadagakóngs.

Forsíða bókar.
Forsíða bókar.
1 af 2

Út er komin hjá Vestfirska Forlaginu bókin Lífvörður Jörundar Hundadagakóngs,eftir Guðlaug Gíslason.Sagan af Jónasi Jónssyni bónda í Litlu-Ávík á Ströndum konum hans og börnum,og er þetta heimildasaga.

Guðlaugur Gíslason er fæddur á Steinstúni hér í Árneshreppi árið 1929.

Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugsson og Gíslína Vilborg Valgeirsdóttir ábúendur á Steinstúni.

 

Í bók þessari segir Guðlaugur sögu sem að ýmsu leyti má kalla einstaka og gerðist í Árneshreppi  á Ströndum og spannar á einhvern hátt alla nítjándu öldina og vel það.

Reyndar berst sögusviðið út fyrir mörk Árneshrepps um tíma.

Hér er um að ræða söguna af Jónasi Jónssyni,sem kenndur var við Litlu-Ávík,konum hans og börnum.

Jónas og Sesselja kona hans voru dæmd fyrir sauðaþjófnað heima í héraði.

Í héraðsdómnum segir:

“Jónas Jónsson og Sesselja Jónsdóttir skulu án allrar vægðar pískast við kagan.

Síðan burtsendist Jónas til að erfiða í járnum í Kaupmannahafnar Festingu en Sesselja í Tugthúsinu í Cristianshöfn,bæði þeirra lífstíð.”

Í landsyfirréttinum var héraðsdómurinn yfir Jónasi algjörlega staðfestur en dómurinn yfir Sesselju mildaður þannig að hún var dæmd til eins árs erfiðis í Íslands tugthúsi.

Af einhverjum ástæðum voru þau Jónas og Sesselja bæði vistuð í Íslands tugthúsi í nokkur ár.

Jónas varð svo einn  af lífvörðum Jörundar hundadagakóngs sem hér ríkti um stutt skeið árið 1809.Mega það teljast undarleg örlög.

“Segir í kynningu bókar”

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Kristján Guðmundsson á jarðýtu 07-04-2009.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
Vefumsjón