Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. febrúar 2009
Prenta
Líkamsárás.Lögreglan Vestfjörðum.
Maður var handtekinn aðfaranótt sunnudagsins 15. febrúar sl. þar sem hann var gestkomandi í heimahúsi á Ísafirði. Lögregla mætti á staðinn eftir að tilkynning barst fjarskiptamiðstöð um að átök með eggvopni hefðu átt sér stað. Sakborningur var í haldi lögreglunnar til sunnudagskvölds en var sleppt að loknum yfirheyrslum hans og vitna. Lögreglan lítur atburðinn alvarlegum augum vegna þess áhalds sem sakborningur er talinn hafa beitt í átökunum.