Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2017 Prenta

Litlihjalli byrjar aftur.

Litlihjalli opnar aftur.
Litlihjalli opnar aftur.

Þá er www.litlihjalli.it.is að byrja aftur eftir árs í hlé. Reyndar er þetta aðeins breytt veffang, því ég sleppti óvart leninu á litlihjalli.is hjá Isnic þegar ég tók hlé um síðustu áramót, og erlendur aðili búin að taka það lenið, enn þetta er allt sama síðan og ég var með á litlahjalli.is. Enn þetta síðasta tæpa ár hefur mér bara liðið illa í orðsins fyllstu merkingu, því mig kitlar allaf í fingurna að djöflast á lyklaborðinu og reyna að segja einhverjar fréttir frá Árneshreppi, þótt ég hafi gert það á RÚV og á MBL,að einhverju leyti á liðnu ári, eftir að ég hætti með Litlahjalla áramótin 2015-2016, enn það eru þá bara yfirleitt stórfréttir eða sérstakar fréttir úr hreppnum. Mér finnst einhvern vegin ekki nóg að skrifa bara á féisbókina okkar, sem er ágætur samkjaftamiðill og svona vinamiðill. Ég mun því reyna að halda áfram með fréttir frá og úr Árneshreppi og honum tengdum og sitthvað fleira sem fellur til, það hlítur að tínast eitthvað til, allavega eitthvað um veður og veðfyrirbrigði, ef heilsa og allt er í lagi. Allir gömlu auglýsendurnir sem voru með auglýsingar áður vilja halda áfram með þær, og er það þakkarvert.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Árnes II-23-07-2008.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Úr eldhúsi fólkið sem ber fram mat og þjónar til borðs.
Vefumsjón