Fleiri fréttir

| föstudagurinn 18. desember 2009 Prenta

Litlu jólin í Finnbogastaðaskóla

Æskan í Árneshreppi. Framtíðin er björt með þetta fólk í sveitinni.
Æskan í Árneshreppi. Framtíðin er björt með þetta fólk í sveitinni.
1 af 5
Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Finnbogastaðaskóla í dag og þar með eru krakkarnir komnir í jólafrí. Mikið var um dýrðir í skólanum, hangikjötsilmur var í lofti, dansað kringum jólatré, flutt leikrit og síðast en ekki síst komu galvaskir jólasveinar í heimsókn. Krakkarnir í skólanum buðu ættingjum sínum til skemmtunar og yngri börnin í sveitinni mættu að sjálfsögðu líka.

Í kvöld voru svo krakkarnir aftur í aðalhlutverki, að þessu sinni í fréttatíma Sjónvarpsins, og er óhætt að segja að þau hafi öll staðið sig þar með miklum sóma. Á spjallþráðum á netinu var haft á orði, að þetta hefði verið lang-jákvæðasta frétt sem sést hefði í langan tíma!

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Melar I og II.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
Vefumsjón