| föstudagurinn 18. desember 2009
Prenta
Litlu jólin í Finnbogastaðaskóla
Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Finnbogastaðaskóla í dag og þar með eru krakkarnir komnir í jólafrí. Mikið var um dýrðir í skólanum, hangikjötsilmur var í lofti, dansað kringum jólatré, flutt leikrit og síðast en ekki síst komu galvaskir jólasveinar í heimsókn. Krakkarnir í skólanum buðu ættingjum sínum til skemmtunar og yngri börnin í sveitinni mættu að sjálfsögðu líka.
Í kvöld voru svo krakkarnir aftur í aðalhlutverki, að þessu sinni í fréttatíma Sjónvarpsins, og er óhætt að segja að þau hafi öll staðið sig þar með miklum sóma. Á spjallþráðum á netinu var haft á orði, að þetta hefði verið lang-jákvæðasta frétt sem sést hefði í langan tíma!
Í kvöld voru svo krakkarnir aftur í aðalhlutverki, að þessu sinni í fréttatíma Sjónvarpsins, og er óhætt að segja að þau hafi öll staðið sig þar með miklum sóma. Á spjallþráðum á netinu var haft á orði, að þetta hefði verið lang-jákvæðasta frétt sem sést hefði í langan tíma!