Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. júní 2009 Prenta

Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir á Kaffi Norðurfirði.

Frá Norðurfirði.Mynd ÁGA.
Frá Norðurfirði.Mynd ÁGA.
1 af 2
Ljósmyndasýningin NV Vestfirðir er farin af stað um vegi Vestfjarða og hefur fyrsti bærinn verið heimsóttur, en valinn var sá staður sem er fámennastur og trúlega erfiðast að komast á, en 10 myndir voru settar upp á Kaffi Norðurfirði, í Norðurfirði í Árneshreppi. Kaffi Norðurfjörður opnaði einmitt í dag, 12. júní og verður ýmislegt gert til þess að gera opnunina sem skemmtilegasta og þótti tilvalið að opna sýninguna sama dag. Nýr rekstraraðili sér um Kaffi Norðurfjörð næstu 3 árin. Sýning þessi hlaut styrk frá Menningarráði Vestfjarða og gerði því áhugaljósmyndaranum Ágústi G. Atlasyni kleyft að heimsækja fleirri staði en stóð til. Skiptir því svona styrkur öllu máli fyrir sýninguna. Sýndar eru myndir frá Árneshreppi sem teknar voru síðasta sumar og eru þær prentaðar á venjulegan ljósmyndapappír og límt á foam í stærðinni A3. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
Vefumsjón