Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. júlí 2010 Prenta

Lýðveldið á planinu.

Lýðveldið á planinu.Á Siglufirði 29 júlí til 31 ágúst.
Lýðveldið á planinu.Á Siglufirði 29 júlí til 31 ágúst.
1 af 2
Opnun myndlistarsýningar í Galleríi Gránu, Síldarminjasafninu á Siglufirði.

Sýningin  Lýðveldið á planinu  verður opnuð  fimmtudaginn 29. júlí, kl. 17  í Galleríi Gránu, Síldarminjasafninu á Siglufirði. Boðið verður upp á léttar veitingar í tilefni dagsins.

Sýningin er hluti af eins konar sýningargjörningi hóps átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka kima hins íslenska lýðveldis, menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaða sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar.

Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum, í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar að Álafossi og nú síðast í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri í maímánuði síðastliðnum.

Upphaf samstarfs listamannanna má rekja til sýningarinnar ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

 

Listamennirnir sem sýna eru:

Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir,

Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir

 

Sýningin stendur frá 29. júlí til 31. ágúst 2010. Opið alla daga kl. 10-18 og kl. 13-17 frá 21. ágúst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Maddý-Sirrý og Selma.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
Vefumsjón