Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júlí 2009 Prenta

Lýðveldið við fjörðinn.

Frá Eyri í Íngólfsfirði á Ströndum.
Frá Eyri í Íngólfsfirði á Ströndum.
 Fréttatilkynning.

Lýðveldið við fjörðinn

Þessar Myndlistakonur sýna.

Anna Jóa

Bryndís Jónsdóttir

Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Hildur Margrétardóttir

Hlíf Ásgrímsdóttir

Kristín Geirsdóttir

Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá

Ólöf Oddgeirsdóttir

 

Myndlistarsýning í Ingólfsfirði, Ströndum.

Opið 1. og 2. ágúst 2009, kl. 14-19.

Allir velkomnir.

 

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Lýðveldið við fjörðinn, laugardaginn 1. ágúst, kl. 14, sem haldin verður í Kvennabragganum á Eyri, Ingólfsfirði á Ströndum.

Sýningin í Kvennabragganum, yfirgefinni verbúð, er hluti af þríþættu sýningarverkefni sem hverfist um hugmyndir um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og náttúrulegt umhverfi þriggja sýningarstaða. Fyrsta sýningin var haldin í vor í heyhlöðu við Mývatn og nefndist Lýðveldið við vatnið. Sú þriðja (auglýst síðar) verður opnuð í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ.

Sýningarverkefnið hefur hlotið styrk frá Hlaðvarpanum, menningarsjóði kvenna.

 

Verkefnið er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins ,,Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Þrúðvangi, Álafosskvosinni árið 2004 og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Klædd NV hlið að hlita,03-12-2008.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
Vefumsjón