Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 23. maí 2012 Prenta

Mælar yfirfarnir.

Árni Sigurðsson veðurfræðingur við mælaskýlið í Litlu-Ávík.
Árni Sigurðsson veðurfræðingur við mælaskýlið í Litlu-Ávík.
1 af 2

Þriðjudaginn 22 maí kom Árni Sigurðsson veðurfræðingur frá Veðurstofu Íslands í mælaeftirlit  og aðra skoðun á tækjum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Eftirlit átti að vera í fyrra en það datt út vegna sparnaðarástands hjá Veðurstofunni,enn eftirlit á að vera að lágmarki á þriggja ára fresti. Skipt var um vindhraðamælir og allir hitamælar prufaðir við mismunandi hitastig,allir mælar reyndust réttir,einnig var allt málað sem mála þurfti. Einnig var skipt um legu í vindhraða og vindstefnumæli á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli. Á suðurleið mun Árni koma við á Bassastöðum og í Steinadal,en þar eru úrkomustöðvar. Áður var búið að koma við á Hlaðhamri en þar er nú eingöngu úrkomustöð en var veðurfarsstöð þar til fyrir stuttu,það er að vindstefna og vindhraði og hiti voru gefin upp en eingöngu skrifað í sérstaka bók sem send er einu sinni í mánuði á Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
  • Dregið upp.
Vefumsjón