Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. nóvember 2008 Prenta

Matartengd ferðaþjónusta.

Mynd ATVEST.ÍS.
Mynd ATVEST.ÍS.

Frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hefur verið að vinna að og móta verkefni er varðar matartengda ferðaþjónustu. Markmið með þeirri vinnu er að efla
samstarf innan svæðis er varðar staðbundna matvælaframleiðslu og leiða saman aðila frá veitingahúsum, verslunum, ferðaþjónustu og matvælaframleiðendur í þeim tilgangi að vinna saman að vöruþróun, sameiginlegri markaðssetningu og ýmislegt fleira. Það er alveg ljóst að möguleikarnir eru miklir og ýmis tækifæri vannýtt t.a.m. hvað varðar matvælaframleiðslu á Vestfjörðum.

Nú leitum við af aðilum í þessum greinum sem vilja koma að undirbúningi og þróun með okkur að verkefninu. Það er mikilvægt að bæði reynslumiklir og áhugasamir aðilar komi að þróuninni í upphafi og hafi þar með áhrif á verkefnið og vinnuna sem framundan er. Verkefnið mun svo vera opið öllum til þátttöku þegar undirbúningsferli er lokið.

Markmið verkefnisins eru m.a.:
- Byggja á sérstöðu svæðisins til að skapa virðisauka
- Efla samstarf innan og utan svæðis
- Gera vestfirsk matvæli sýnileg
- Nýjungar í framreiðslu
- Safna og vernda vinnuaðferðir og hefðir
- Auka gæðaímynd
- Hvetja veitingastaði til að nota staðbundið hráefni 


Við hvetjum fyrirtæki til að hafa samband við starfsmenn Atvest á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði til að kynnast verkefninu og skrá sig til þátttöku í undirbúningshópinn.

Starfsmenn Atvest,

Ásgerður Ísafirði, sími 450 3053,
Viktoría Hólmavík, sími 451 0077
Guðrún Patreksfirði, sími 490 2350

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Reykjarfjörður-11-09-2002.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Norðurfjörður I -2002.
Vefumsjón