Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. júlí 2008 Prenta

Meira um vegaframkvæmdir.

Upphækkun vegar í Litlu-Ávík.26-06-2008.
Upphækkun vegar í Litlu-Ávík.26-06-2008.
1 af 2

Framkvæmdir hjá Vegagerðinni á Hólmavík.

 

Vegagerðin á Hólmavík hefur verið með ýmsar framkvæmdir í Árneshreppi undanfarnar vikur,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.

Á fimmtudag 26 júní fyrir síðustu helgi byrjaði vegagerðin að hækka vegin upp frá vegamótum niðrí Litlu-Ávík og niður afleggjarann allt í um 30 cm að jafnaði,og nú í dag var yfirkeyrt fínna efni yfir.

Vegurin niðrí Litlu-Ávík var orðin mikið siginn og allt fínt efni búið í honum enda langt síðan að hefur verið unnið í veginum þangað.
Efni í uppfyllingu í vegin niðrí Litlu-Ávík var tekið úr svnefndu Smiðjuholti í landi Litlu-Ávíkur.

Í dag eftir hádegið var byrjað að keyra fínu efni yfir þar sem vegurin var hækkaður upp frá Sætrakleyf og í ytri Naustvíkur og víðar,það efni var tekið úr hörpuðu efni á Kjörvogsrima fyrir ofan Víganes,en fína efnið í vegin niðrí Litlu-Ávík úr  hörpðuðu efni við svonefnt Skarð í Finnbogastaðalandi og kláraðist það efni.

Einnig er vegagerðin að vinna við brýr og ræsi  í Íngólfsfirði og eins á að vinna aðeins í Ófeigsfjarðaveginum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón