Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. september 2010 Prenta

Mikill hiti í gær.

Hitamælar í mælaskýlinu í Litlu-Ávík.
Hitamælar í mælaskýlinu í Litlu-Ávík.
Nú í vikunni hefur verið mjög hlýtt í veðri norðan og vestan til á landinu,og spáð er mjög hlýju veðri fram yfir næstu helgi allavega.

Eins og annarsstaðar á norðvesturlandi var mjög hlýtt í Árneshreppi í gær,og á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist mesti hiti dagsins þar 18,7 stig sem er enn sem komið er mesti hiti sumarsins þar,september telst til sumarmánaða í útreikningum hjá Veðurstofu Íslands.

Næstmesti hiti sumarsins var 15 ágúst nýliðnum 18,1 stig.

Hvort þessi hiti í gær verði mesti hiti sumarsins skal ósagt látið.

Ekki er þessi hitabylgja neitt í líkingu við hitabylgjuna sem gekk yfir landið í ágúst 2004,enn þá voru slegin mörg hitamet á veðurstöðvum á landinu.

Þá var slegið hitamet á veðurstöðinni í Litlu-Ávík sem var 13 ágúst 2004 og mældist hámarkshiti dagsins þá 26,0 stig,og er það mesti hiti sem mælst hefur í Árneshreppi síðan að veðurstöðvar voru settar þar upp,og stendur það met ennþá.

Fyrra metið var á veðurstöðinni á Grænhóli við Reykjarfjörð,þann 24 júní 1925.23,0 stig.Sú stöð var starfrækt frá árinu 1921 og til ársins 1934.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
  • Fullfrágengið í kringum glugga,SA hlið.18-12-2008.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Söngur.
Vefumsjón