Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. apríl 2010 Prenta

Námskeið um próftækni og prófkvíða.

Námskeiðið verður í Þróunarsetrinu á Hólmavík.
Námskeiðið verður í Þróunarsetrinu á Hólmavík.

Námskeið um próftækni og prófkvíða verður haldið á Hólmavík á mánudaginn kemur, kl 17-20. Fjallað verður um mismunandi gerðir prófa s.s. ritgerða/ krossapróf og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við hverja prófgerð. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við prófundirbúning s.s. lestraraðferðir tímaskipulagningu og sjálfsmat m.a. með vinnu við kortlagningu hvers og eins í gegnum svokallaðan námshring. Einnig verður leitast við að greina helstu orsakaþætti prófkvíða og leiðir til að ráðast gegn honum. Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi kennir á námskeiðinu sem verður haldið í Þróunarsetrinu á Hólmavík að Höfðagötu 3. Einnig verður hægt að fá einstaklingsviðtöl í náms- og starfsráðgjöf þennan dag og eru tímapantanir hjá Birni í síma 8990883.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
Vefumsjón