Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. mars 2015 Prenta

Nýir vertar við Kaffi Norðurfjörð.

Sara og Lovísa munu sjá um Kaffi Norðurfjörð í sumar.
Sara og Lovísa munu sjá um Kaffi Norðurfjörð í sumar.
1 af 2

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur ráðið nýja rekstraraðila fyrir Kaffi Norðurfjörð,það eru þær Sara Jónsdóttir og Lovísa Vattnes sem urðu fyrir valinu. Þær fengu hin bestu meðmæli og hafa mikla starfsreynslu í veitingageiranum,og sem sjálfstætt starfandi. Þær koma af höfuðborgarsvæðinu.

Þær vinkonur og stöllur segast hlakka til að takast á við þetta nía verkefni í sumar. „Við höfum margra ára reynslu af þjónustu og brennandi áhuga á matargerð. Hlökkum mikið til að takast á við þetta krefjandi verkefni á þessum fallegasta stað landsins. Við ætlum að bjóða upp á  heimilslegan mat úr góðu íslensku hráefni helst úr sveitinni. Það liggur fyrir  að staðurinn þjónusti ferðamenn og að sjálfsögðu einnig fólkið sem býr í Árneshreppi. Við ætlum að vera með morgunverð, súpur  létta  rétti,heimabakað bakkelsi og rétt dagsins á kvöldin,segja þær Sara og Lovísa“.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Úr sal.Gestir.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Dregið upp.
Vefumsjón