Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. ágúst 2008 Prenta

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands.

Árni Snorrason.
Árni Snorrason.

Umhverfisráðherra hefur ákveðið að skipa Árna Snorrason sem forstjóra nýrrar stofnunar, Veðurstofu Íslands, til næstu fimm ára.

Árni hefur starfað sem forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar frá árinu 1987.

Árni lauk doktorsnámi í vatnaverkfræði við Háskóla Illinois í Bandaríkjunum árið 1983 og hefur verið gestafræðimaður við Háskóla New Hampshire og Háskóla Arizona.

Gert er ráð fyrir að Árni Snorrason taki fljótlega til starfa sem forstjóri Veðurstofu Íslands til að undirbúa starfsemi hinnar nýju stofnunar. Hún verður stofnuð formlega þann 1. janúar næstkomandi.

Stofnunin verður til við sameiningu Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar og mun starfa á grundvelli laga nr. 70/2008 um Veðurstofu Íslands sem samþykkt voru á Alþingi hinn 30. maí síðastliðinn. Umsóknarfrestur um stöðuna var til 11. júlí síðastliðinn og voru ellefu umsækjendur um starfið.

Starfsfólk Veðurstofu Íslands býður nýjan forstjóra velkominn og óskar honum allra heilla í starfi.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Ísland www.vedur.is


Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Jón Guðbjörn og Tara við sjávarhitamælingu. Mynd Kristín Bogadóttir. 30-10-2015.
  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
Vefumsjón