Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. nóvember 2009 Prenta

Orkubóndinn.

Vatnasvæði Hvalár.
Vatnasvæði Hvalár.

Viltu verða orkubóndi og framleiða þína eigin orku? Allir geta orðið orkubændur!

Orkubóndinn er fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa hug á að beisla orkuna heima fyrir. Í landinu okkar er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og hægt er að nýta. Á námskeiðinu verður farið yfir verkfræðileg viðfangsefni á mannamáli og fjallað um leiðir til að virkja læki eða ár, jarðhita, vindorku, sólarorku eða annars konar orku. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun og færustu verkfræðistofum landsins á sviði orku.  Í kjölfar námskeiðsins fá þátttakendur aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd.

Orkubóndinn er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvits, Orkustofnunar, Iðnaðarráðuneytisins og Verkís.

Dagskráin 26. nóvember (fer fram í fyrirlestrasal Menntaskólans á Ísafirði)
10:00 Skráning
10:15 Skipulag námskeiðsins
10:20 Endurnýjanlegar orkulindir og aðgengi þeirra á Ísland. Þorsteinn Ingi Sigfússon
11:00 Orkulindir sem eru lengra undan í tíma. Ingólfur Þorbjörnsson framkvæmdarstjóri efnis-, líf- og orkudeildar  Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
12:00 Léttar veitingar
12:30  Virkjun vatnsafls Jón Snæbjörnsson Verkís
13:30  Virkjun jarðhita og varmadæla.Ragnar Ásmundsson Ísor
14:30  Gerð eigin eldsneytis. Ingólfur Þorbjörnsson
15:15  Varmadælur. Reglugerðir og umhverfismál. Sigurður Ingi Orkustofnun
15:45  Sjávarfallavirkjanir  Bjarni Maríus Jónsson nemandi hjá Háskólasetri Vestfjarða 

16.10 Tillögum og hugmyndum fundarmanna safnað saman. Undirbúningsvinna fyrir seinni dag
16:30  Lok fyrri dags

Dagskráin 27.nóvember (fer fram í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4) 
10:00  Skipulagning
10:30  Fundarmenn leggja fram hugmyndir sínar
11:30  Fundarmenn skipta sér í hópa eftir áhugamálum og viðfangsefnum
12:10  Hádegisverður
13:00   Samantekt vinnuhópa - staða og hugsanlegra verkefna og umræður um framhald þeirra.Afhending viðurkenningarskjala. 
14.30  Fundarlok  og farið í heimsókn til orkubænda. 
 

19. maí verður ráðstefna haldin í Reykjavík þar sem þátttakendur af námskeiðunum koma saman ásamt  fagaðilum úr orkugeiranum.  Iðnaðarráðherra mun þar veita hvatningarverðlaunin Orkubóndinn.

Nánari upplýsingar gefa:   K. Brynja Sigurðardóttir,  Brynjasig@nmi.is  eða í síma  522 9000  Arna Lára arnalara@nmi.is eða í síma 450-4051.
Skráning hér.
                                            

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón