Orkubóndinn.
Viltu verða orkubóndi og framleiða þína eigin orku? Allir geta orðið orkubændur!
Orkubóndinn er fyrir áhugafólk um virkjun orku, einstaklinga, fyrirtæki, landeigendur og bændur sem hafa hug á að beisla orkuna heima fyrir. Í landinu okkar er ógrynni af endurnýtanlegri orku sem fellur til og hægt er að nýta. Á námskeiðinu verður farið yfir verkfræðileg viðfangsefni á mannamáli og fjallað um leiðir til að virkja læki eða ár, jarðhita, vindorku, sólarorku eða annars konar orku. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð, Orkustofnun og færustu verkfræðistofum landsins á sviði orku. Í kjölfar námskeiðsins fá þátttakendur aðstoð við að hrinda virkjunarhugmyndum í framkvæmd.
Orkubóndinn er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvits, Orkustofnunar, Iðnaðarráðuneytisins og Verkís.
Dagskráin 26. nóvember (fer fram í fyrirlestrasal Menntaskólans á Ísafirði)
10:00 Skráning
10:15 Skipulag námskeiðsins
10:20 Endurnýjanlegar orkulindir og aðgengi þeirra á Ísland. Þorsteinn Ingi Sigfússon
11:00 Orkulindir sem eru lengra undan í tíma. Ingólfur Þorbjörnsson framkvæmdarstjóri efnis-, líf- og orkudeildar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
12:00 Léttar veitingar
12:30 Virkjun vatnsafls Jón Snæbjörnsson Verkís
13:30 Virkjun jarðhita og varmadæla.Ragnar Ásmundsson Ísor
14:30 Gerð eigin eldsneytis. Ingólfur Þorbjörnsson
15:15 Varmadælur. Reglugerðir og umhverfismál. Sigurður Ingi Orkustofnun
15:45 Sjávarfallavirkjanir Bjarni Maríus Jónsson nemandi hjá Háskólasetri Vestfjarða
16.10 Tillögum og hugmyndum fundarmanna safnað saman. Undirbúningsvinna fyrir seinni dag
16:30 Lok fyrri dags
Dagskráin 27.nóvember (fer fram í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4)
10:00 Skipulagning
10:30 Fundarmenn leggja fram hugmyndir sínar
11:30 Fundarmenn skipta sér í hópa eftir áhugamálum og viðfangsefnum
12:10 Hádegisverður
13:00 Samantekt vinnuhópa - staða og hugsanlegra verkefna og umræður um framhald þeirra.Afhending viðurkenningarskjala.
14.30 Fundarlok og farið í heimsókn til orkubænda.
19. maí verður ráðstefna haldin í Reykjavík þar sem þátttakendur af námskeiðunum koma saman ásamt fagaðilum úr orkugeiranum. Iðnaðarráðherra mun þar veita hvatningarverðlaunin Orkubóndinn.
Nánari upplýsingar gefa: K. Brynja Sigurðardóttir, Brynjasig@nmi.is eða í síma 522 9000 Arna Lára arnalara@nmi.is eða í síma 450-4051.
Skráning hér.