Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. mars 2010 Prenta

Orkubú Vestfjarða fyrst til að fá viðurkenningu á innra eftirliti með raforkumælum.

Kristján Axelsson forstjóri Neytendastofu og Kristján Haraldsson orkubústjóri.Myndin er af vef ov.is
Kristján Axelsson forstjóri Neytendastofu og Kristján Haraldsson orkubústjóri.Myndin er af vef ov.is

Raforkumælar eru samkvæmt lögum undir opinberu eftirliti Neytendastofu. Reikningar fyrir rafmagnsnotkun verða að vera réttir og mælarnir í lagi. Löggilding mælitækis felur í sér staðfestingu Neytendastofu að mælirinn mæli rétt. Almenna reglan er að mælitæki, sem notuð eru í viðskiptum, ber að löggilda og eru þau þá undir eftirliti Neytendastofu. Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2006 var í fyrsta sinn veitt heimild fyrir því að fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu geti sett upp eigið innra eftirlitskerfi vegna mælinga sem sé jafngildi löggildingu frá Neytendastofu.
Neytendastofa og Orkubú Vestfjarða eru sammála um að innra eftirlit sé hagkvæm leið fyrir umsýslu mæla og eftirlit með mælingum, sem neytendur geta treyst. Orkubú Vestfjarða hefur nú fyrst allra dreifiveitna sett upp innra gæðakerfi á grundvelli reglna frá Neytendastofu og mun framvegis taka ríkari ábyrgð á framkvæmd mælinga Orkubúsins. Starfsmenn Neytendastofu og Orkubús Vestfjarða hafa unnið saman að þessu verkefni í rúmt ár.
Innra eftirlitið er tekið út árlega af hálfu Neytendastofu. Við innra eftirlit er notuð sérstök úrtaksaðferð við val á mælum til prófunar hjá óháðri faggiltri prófunarstofu.  Öll gögn um úttektir og prófanir mæla eru aðgengilegar fyrir Neytendastofu.

Orkubú Vestfjarða er fyrsta dreifiveitan sem fær formlega viðurkenningu Neytendastofu til innra eftirlits með raforkumælum.  Vonir standa til þess að framtak Orkubús Vestfjarða geti rutt brautina að því að fleiri dreifiveitur nýti sér kosti þess að nota fremur innra eftirlit með mælitækjum sem fengið hefur staðfestingu Neytendastofu.

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu afhenti 19. mars formlega heimild Kristjáni Haraldssyni orkubússtjóra til handa Orkubúi Vestfjarða til innra eftirlits með raforkumælum.
Þetta kemur fram á vef Orkubús Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
Vefumsjón