Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. maí 2013 Prenta

Orkubú Vestfjarða ohf. fær vottun.

Ragnar Emilsson,gæðastjóri OV,Kristján Haraldsson orkubússtjóri og Ari Arnalds frá Vottun hf.
Ragnar Emilsson,gæðastjóri OV,Kristján Haraldsson orkubússtjóri og Ari Arnalds frá Vottun hf.
Orkubú Vestfjarða ohf. hefur fengið vottun á gæðstjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. og nær vottunin til allrar starfseminnar. Félagið var stofnað á miðju sumri 2001 á grundvelli laga sem þá voru samþykkt á Alþingi. Það byggir á grunni eldra sameignarfélags sem var í eigu ríkis og sveitarfélaga á svæðinu. Hlutverk Orkubúsins nær til alls orkuiðnaðar á Vestfjörðum og er tilgangur þess að virkja vatnsafl og jarðhita á Vestfjörðum, eiga og reka vatnsorkuver, jarðvarmavirki, dísilraforkustöðvar og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til dreifingar á raforku og heitu vatni til kaupenda. Auk þess annast félagið virkjunarrannsóknir og aðrar undirbúningsrannsóknir eftir því sem ákveðið er hverju sinni. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu félagsins, www.ov.is.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Úr sal.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
Vefumsjón