Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. desember 2013 Prenta

Pósturinn komst til skila eftir fjórtán ár.

Efri hluti bréfsins sem Ágústa póstlagði, ef svo má segja, fyrir rúmum 14 árum.
Efri hluti bréfsins sem Ágústa póstlagði, ef svo má segja, fyrir rúmum 14 árum.
1 af 2

Flöskuskeyti sem Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Gufudalssveit „setti í póst“ á Sauðá á Vatnsnesi þegar hún var tíu ára gömul, eða fyrir fjórtán árum, kom í leitirnar í Trékyllisvík á Ströndum núna í haust. Það var tólf ára gamall piltur í Árnesi, Kári Ingvarsson, sem gekk fram á flöskuna þegar hann var að smala. „Mamma sendi mér skilaboð um að þetta flöskuskeyti hafi fundist. Þá var ég stödd í Nepal, þar sem ég var að fljúga svifvæng sem ég geri eins mikið og ég get í frí tímanum mínum. Ég ákvað að senda honum póstkort til að þakka fyrir að senda mér bréfið aftur,“ segir Ágústa Ýr, sem núna um hátíðarnar er stödd heima á Skálanesi.„Þótt ég muni ekki sérstaklega eftir því að hafa sent þetta bréf, þá finnst mér alveg magnað að sjá það aftur, og í svona góðu ástandi. Vinkona mín átti heima á Sauðá og við sendum mikið af flöskuskeytum á þessum tíma.“  Nánar á www.reykholar.is
Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Afmælisbarnið og gestir.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón