Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. apríl 2009
Prenta
Sædísin ÍS-67 á Netaralli.
Árlegt netarall Hafrannsóknastofnunarinnar hófst 28. mars s.l. Sjö bátar taka þátt í netarallinu. Saxhamar SH í Breiðafirði, Þórsnes II SH í Faxaflóa, Kristbjörg HF á svæðinu frá Reykjanesi að Þrídröngum, Glófaxi VE frá Þrídröngum að Skeiðarárdjúpi og Hvanney SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum, Þorleifur EA á svæðinu frá Húnaflóa að Eyjafirði og Sædís ÍS í Ísafjarðardjúpi.
Þórsnes II SH fer síðan eftir páska á svæðið frá Eyjafirði að Langanesi. Um 45-50 trossur eru að meðaltali lagðar á svæðunum, misjafnt eftir stærð þeirra og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks.
Þórsnes II SH fer síðan eftir páska á svæðið frá Eyjafirði að Langanesi. Um 45-50 trossur eru að meðaltali lagðar á svæðunum, misjafnt eftir stærð þeirra og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks.
Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar-/þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.
Þetta kemur fram á vef Hafró.
www.hafro.is/