Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. maí 2009
Prenta
Sædísin í eggjaleiðangri.
Nú á sjöunda tímanum í kvöld komu þeyr félagar Reimar Vilmundarson og Sigurður Stefánsson á Sædísinni ÍS 67 inná Norðurfjörð úr eggjaleiðangri úr Hornbjargi.
Með þeim í ferðinni voru einnig Kristmundur Kristmundsson og Páll Pálsson.
Þeyr félagar fóru í morgun í Hornbjarg og tíndu eggin í svonefndum Forvaða í Hornbjargi.
Allt eru þetta svartfuglsegg og fengu þeyr 800 egg.
Árneshreppsbúar geta fengið svartfuglsegg hjá þeim félögum í kvöld og á morgun á Norðurfirði.