Samráðsfundur sveitarfélaga um efnahagsvandann.
Nú hefur verið ákveðið að fundurinn verði haldinn miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 13:30 á Grand Hóteli í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að hvert sveitarfélag og hver landshlutasamtök sveitarfélaga sendi að jafnaði 1-2 fulltrúa á fundinn.
Fundurinn verður jafnframt sendur út á netinu og geta þeir sem ekki hafa tök á að sækja fundinn fylgst með honum á samskipta- og upplýsingavef sambandsins - http://www.samband.is/. Hægt verður að senda fyrirspurnir og innlegg á fundinn á netfangið ingibjorg@samband.is meðan á fundinum stendur.
Á fundinum mun formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, fara yfir stöðu mála og fjallað verður um nýjustu upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Síðan verða almennar umræður þar sem fundarmenn geta skipst á skoðunum og sagt frá hvernig einstök sveitarfélög hafa verið að bregðast við rekstrarvanda þeirra og greint frá leiðum til hagræðingar í rekstri.
Þátttaka á fundinum tilkynnist á netfangið sigridur@samband.is sem fyrst.