Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. október 2009 Prenta

Síðasta ferð Strandafraktar.

Nokkuð af timbri fór suður með bílnum frá Litlu-Ávík.
Nokkuð af timbri fór suður með bílnum frá Litlu-Ávík.
1 af 2
Í gær var síðasta áætlunarferð Strandafraktar á flutningabíl norður í Árneshrepp.

Strandafrakt heldur uppi vöruflutningum frá júní byrjun og út október.
Ferðirnar hafa verið farnar á miðvikudögum norður til Norðurfjarðar frá Hólmavík,en úr Reykjavík á þriðjudögum til Hólmavíkur.

Nokkuð af vörum kom með bílnum í dag,einnig var nokkur flutningur til baka suður eins og talsvert af timbri frá Litlu-Ávík.

Ferðir Strandfraktar hefjast á vorin í byrjun júní og hætta síðasta miðvikudag í október.

Nú í næsta mánuði koma allar vörur í kaupfélagið með flugi á Gjögur.
Strandafrakt hefur alltaf sótt ullina til bænda í desember og verður svo í ár ef fært verður.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Söngur.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
Vefumsjón