Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. nóvember 2009
Prenta
Símstöðin verður stækkuð.
Fréttatilkynning frá Margréti Stefánsdóttur forstöðumanni samskiptasviðs Símans.
1. Einungis er um að ræða vandræði með stöðina sem er í Trékyllisvík (Við settum upp 7 aðrar á Ströndum)
2. Sala í kringum Trékyllisvík var vonum framar og er stöðin á álagstímum ekki að anna álagi. Síminn er að vinna að stækkun stöðvar með birgja. Málið mun leysast á næstu dögum.
3. Síminn hefur sett upp á árinu 50 stöðvar í verkefninu og er þetta fyrsta stöðin sem við lendum í svona aðstæðum sökum álags.
4. Í verkefninu er bæir sem þarfnast sérstakra lausna svo hægt sé að tengja þá t.d. eins og Djúpavík. Þeir aðilar eru tengdir síðastir á hverju svæði fyrir sig. Síminn vinnur í lausnum fyrir þau svæði.