Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. júlí 2013 Prenta

Skrall fyrir ball.

Mikil gleði verður í Kaffi Norðurfirði um Verslunarmannahelgina.
Mikil gleði verður í Kaffi Norðurfirði um Verslunarmannahelgina.
1 af 2

Mikil gleði verður í Kaffi Norðurfirði um Verslunarmannahelgina. Karl Hallgrímsson úr hljómsveitinni Blek og Byttum verður með kráarstemmdara í bland við útilegufíling föstudaginn 2. ágúst kl. 21.00. Mun hann halda uppi stuðinu ásamt gestum fram á nótt líkt og í fyrra, en þá var fullt út að dyrum og í ár verður ekkert gefið eftir. Aðgangseyrir eru örlitlar 1000.- krónur við innganginn. Matargestir greiða einnig miðaverð sitji þeir áfram.

Rómaður matur Kaffi Norðurfjarðar verður að sjálfsögðu í boði og kennir þar ýmissa grasa, t.d. fiskur dagsins, þorskur úr firðinum með byggi, kótelettur, dýrindis kjötsúpa, eðal hamborgarar og heimalagaðar fiskibollur a la Magga svo eitthvað sé nefnt. Mælum með að panta borð fyrir þessa helgina, þá sérstaklega ef um hóp er að ræða.

Að sjálfsögðu erum við með vínveitingaleyfi og ávalt ískaldur á krananum og opnar kofinn kl. 11:00 alla daga.

Hlökkum til að sjá ykkur,

kveðja, Daddi og Magga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
Vefumsjón