Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. desember 2010 Prenta

Snarvitlaust veður.

Litla-Ávík.Myndasafn.
Litla-Ávík.Myndasafn.
Nú geysir stormur og rok úti af Norðri.

Í morgun klukkan sex var strax orðið hvasst hér í Árneshreppi,enn á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var þá gefin upp norðan 18 m/s í jafnavind og 20 m/s í mesta vind eða kviðu,svipað var klukkan níu í morgun.

Enn á hádegi hafði bætt í vind og var þá Norðan 21 m/s í jafnavind og mesti vindur var þá 25 m/s.

Nú um miðjan dag bætir enn í vind og talsverð snjókoma en él voru fyrst í morgun.

Veðrið var þannig klukkan þrjú í dag í Litlu-Ávík sýndu mælar Norðan 25 m/s og í mesta vind voru 31 m/s.

Á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli klukkan þrjú var Norðan 23 m/s og mesti vindur fór í 29 m/s.Vindur fer því í gömul 11 vindstig á báðum stöðum.

Rafmagn hefur haldist inni en vart hefur verið við blikk.

Rafmagn fór svo af nú í smá tíma þegar fréttamaður ætlaði að fara að setja frétt inná síðuna um óveðrið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Síðasti veggurinn feldur.
Vefumsjón