Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. október 2010 Prenta

Snjór niðrá láglendi.

Snjór niðurá láglendi víða í morgunsárið.Árnesfjall og  Melar og séð upp Eyrarháls.
Snjór niðurá láglendi víða í morgunsárið.Árnesfjall og Melar og séð upp Eyrarháls.
1 af 2
Það hefur snjóað niðurá láglendi á stöku stað hlémegin fjalla hér í Árneshreppi í nótt.

Við bæinn Mela er að sjá hvítt í sjó fram allavega niður að Melarétt.

Það hefur líka snjóað í Árnesfjallið og Árnesdalinn niðrað láglendi.

Í Örkinni og í Finnbogastaðafjalli hefur aðeins snjóað fyrir ofan ca 500 metra hæð.

Hitastigið á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fór ekki niðrí nema 4,4 stig og við jörð 4,1 stig,enda stöðin rétt við sjóinn.

Nú er að draga úr Norðan og Norðaustanáttunni,enn mjög hvasst var í gærkvöldi af NNA eða18 til 23 m/s ,og á að vera orðið sæmilegt veður í kvöld,samkvæmt veðurspám,og jafnvel suðlæg vindátt á morgun.

Myndirnar sem fylgja hér með,teknar frá Litlu-Ávík til Mela og Árnesfjalls,eru slæmar vegna rigningarinnar og myndatökumaður hristist í vindinum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
Vefumsjón