Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. ágúst 2020 Prenta

Stefnubreyting á íbúafundi í Árneshreppi.

Mynd Kristján Þ. Halldórsson.
Mynd Kristján Þ. Halldórsson.

Í liðinni viku var haldinn íbúafundur í Árneshreppi á fallegum degi. Verkefnið Áfram Árneshreppur! hefur verið í gangi þar í nær þrjú ár og er lokasprettur verkefnisins fram undan.

Í upphafi verkefnisins voru sett markmið og aðgerðaáætlun. Mörg þeirra hafa heppnast vel, einkum í ferðaþjónustu, enda hafa aldrei jafnmargir heimsótt Árneshrepp og á nýliðnu sumri.

Á íbúafundinum var reynt að ná yfirsýn yfir markmiðin og hver þeirra væru mikilvægust. Fundarmenn voru sammála um að skortur á þriggja fasa rafmagni væri það sem helst stæði framþróun í sveitarfélaginu fyrir þrifum, einnig væri mikilvægt að ná samningum við ráðuneytið um sértækan byggðakvóta og aðstoð við nýliðun í landbúnaði. Þá eru samgöngumálin langt á eftir öðrum landshlutum og afar brýnt að flýta þeim vegabótum sem eru á samgönguáætlun. Enn fremur var samþykkt að fara í sauma á nýtingu og framboði á íbúðarhúsnæði í hreppnum með það fyrir augum að tryggja að hægt sé að tryggja nýjum íbúum húsnæði.

Á dögunum voru veittir styrkir til 13 verkefna í Árneshreppi úr Frumkvæðissjóði Brothættra byggða. Þau eru öll komin af stað og verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim vindur fram.  Tvö verkefni í Árneshreppi fengu auk þess styrk úr Öndvegissjóði Brothættra byggða, þ.e. sérstöku átaki stjórnvalda vegna veirufaraldurs, auk þess sem Árneshreppur nýtur góðs af verkefni í Strandabyggð sem hlaut styrk úr þeim sama sjóði.

Mjög góður samhljómur var meðal fundarmanna og einhugur um að berjast saman fyrir áframhaldandi byggð í Árneshreppi.

Umræður héldu áfram að fundi loknum, enda enginn að flýta sér í góða veðrinu. Ljósmynd: Kristján Þ. Halldórsson.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Kristján Albertsson bóndi Melum II.
  • Úr sal.Gestir.
  • Klætt þak 11-11-08.
Vefumsjón