Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. nóvember 2009 Prenta

Stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Næst Árneshreppi er fundur í Bjarkarlundi næstkomandi laugardag 7 nóv.
Næst Árneshreppi er fundur í Bjarkarlundi næstkomandi laugardag 7 nóv.
Eftir mikla aukningu í komu ferðamanna sl. ár stendur ferðaþjónustan á Vestfjörðum nú á tímamótun. Því er nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að staldra við, meta árangur síðustu ára og setja sér traust markmið fyrir framtíðina. Hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) því ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunnar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Með öflugri ferðaþjónustu með skýra framtíðarsýn eflum við efnahag og samfélagið á Vestfjörðum til framtíðar.   Ferðaþjónusta á Íslandi og Vestfjörðum hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og er mikilvægi hennar að aukast hratt í vestfirsku samfélagi en ætla má að vægi ferðaþjónustunnar í umfangi atvinnulífisins á Vestfjörðum sé í kringum 7,5% og má áætla að vöxturinn bara sl. ár sé hátt í 30 %.   Á allra næstu vikum og mánuðum munu Ferðamálasamtök Vestfjarða standa fyrir vinnufundum með ferðaþjónustuaðilum og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu um alla Vestfirði. Markmiðið með fundunum er að virkja hagsmunaaðila í ferðaþjónustu til að leggja sitt af mörkum í að meta stöðu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og taka þátt í að móta framtíðarsýn hennar. Fundirnir eru öllum opnir og eru kjörið tækifæri til að hafa áhrif á framtíð ferðaþjónustu á Vestfjörðum.   Að stefnumótuninni standa Ferðamálasamtök Vestfjarða, en samtökin eru grasrótahreyfing í ferðaþjónustu um alla Vestfirði.  Ferðamálasamtökin njóta stuðnings Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða  og Menningarráðs Vestfjarða við framkvæmd vinnufundanna og úrvinnslu þeirra.  Stefnumótunarvinnan er fjármögnuð af Ferðamálasamtökunum og samstarfsaðilum ásamt Vaxtarsamningi Vestfjarða.   Vinnufundirnir samanstanda af stuttum kynningum um stöðu ferðaþjónustunar á Íslandi og á Vestfjörðum, en megin efni fundanna eru vinnuhópar þar sem þátttakendum gefst kostur á að hafa áhrif í litlum hópum þar sem unnið er að afmörkuðum málefnum ferðaþjónustunnar. Boðið er uppá léttar hressingar á meðan fundinum stendur.   Fundarherferðin hefst í Bjarkalundi, við Reykhóla þann 7.nóvember frá kl 13.00-16.00.  Næsti fundur verður þann 9. nóvember í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði frá kl 18.00-21.00 og loks á Ísafirði þann 11. nóvember í Þróunarsetrinu, frá kl 18.00-21.00.                                FMSV leggur áherslu á víðtæka samvinnu og samstarf milli stoðgreina ferðaþjónustunnar, ferðaþjónustufyrirtækja, sveitafélaga og annarra hagsmunaaðila í þessarri vinnu sem framundan er því með samstillu átaki og skýrri framtíðarsýn getur ferðaþjónustan á Vestfjörðum haldið áfram að vaxa og dafna öllum Vestfirðingum til heilla.   Nánari upplýsingar um Stefnumótunarvinnuna og vinnufundina er að fá hjá Ásgerði í síma 450 3053 og Jóni Páli í síma 450 4041.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Séð að Melum af Hlíðarhúsunum 10-03-2008.
Vefumsjón