Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. febrúar 2009 Prenta

Strandamaður ársins 2008.

Ingibjörg Sigvaldadóttir.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Ingibjörg Sigvaldadóttir.Mynd Kristín S Einarsdóttir.
Ingibjörg Sigvaldadóttir hefur verið kosin Strandamaður ársins 2008 á vefnum strandir.is. Ingibjörg, eða Inga á Hóli eins og hún er jafnan kölluð, er kennd við Svanshól í Bjarnarfirði á Ströndum en dvelur núorðið á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík. "Og fyrir hvað?" varð Ingu að orði þegar Kristín S. Einarsdóttir ritstjóri Gagnvegar sem á hugmyndina að þessari árlegu kosningu heimsótti hana og færði henni tíðindin ásamt dálitlum glaðningi og viðurkenningarskjali. Ingibjörg sigraði í kosningunni með töluverðum yfirburðum en kosið var á milli hennar, Bjarna Ómars Haraldssonar og Sigurðar Atlasonar í síðari umferðinni.
Þetta kemur fram á Strandir.ís.
Fleyri myndir og nánar á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
Vefumsjón