Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. maí 2009 Prenta

Styrkir Menningarráðs afhentir á morgun.

Fyrri úthlutun Menningarráðs Vestfjarða á árinu 2009 fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði nú á fimmtudaginn 28. maí og hefst athöfnin kl. 16:00. Verða þar afhent vilyrði um styrki frá Menningarráði Vestfjarða, en alls eru veittir styrkir til 48 verkefna að þessu sinni á bilinu 50 þúsund til 1,4 milljónir, samtals að upphæð 21 milljón.

Umsóknir sem bárust að þessu sinni voru 89 og var samtals beðið um rúmar 72 milljónir í verkefnastyrki. Styrkirnir fara til fjölbreyttra verkefna sem sýna glöggt þann kraft, frumkvæði og nýsköpun sem einkennir vestfirskt menningarlíf.

Verkefni sem byggjast á samstarfi ólíkra aðila eru áberandi í hópi þeirra verkefna sem styrkt eru að þessu sinni, en sérstök áhersla var lögð á samvinnu og samstarf við úthlutun.

Öllum styrkumsóknum sem bárust hefur verið svarað í tölvupósti á uppgefin netföng með niðurstöðu hvað varðar einstakar umsóknir. Heildarlisti um styrkt verkefni verður birtur á vef Menningarráðsins og sendur fjölmiðlum eftir athöfnina á fimmtudag. Menningarráð Vestfjarða mun næst auglýsa eftir umsóknum um styrki í haust.

Athöfnin er opin öllum og sveitarstjórnarmenn og þeir sem standa í eldlínunni í menningarstarfi á Vestfjörðum eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Á dagskrá eru erindi og afhending styrkja og í lokin á þessari formlegu athöfn verður boðið upp á léttar veitingar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Séð til Reykjaneshyrnu og Ávíkurnar.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
  • Húsið fellt.
  • Kristján Guðmundsson grefur fyrir kapli og ljósastaur.13-11-08.
Vefumsjón