Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. júní 2009 Prenta

Sumargleði og barnapössun á Melum.

Frá Melum.
Frá Melum.

Nýjasta nýtt á Ströndum:  Badda og Björn ætla nú í sumar að bjóða upp á

barnapössun á Melum í Trékyllisvík. Þetta er tilvalið fyrir fólk, sem ætlar í gönguferðir á Hornströndum og í siglingu með Reimari á Sædísinni. Sumargleði á Melum er fyrir börn 5 til 12 ára. Þetta er líka tilvalið fyrir börn sem vilja kynnast skemmtilegu sveitalífi.

 

Bjarnheiður Fossdal og Björn Torfason eru bændur á Melum í Trékyllisvík. Badda er búin að vera leiðbeinandi við Finnbogastaðaskóla nær 30 ár. Þau hjón bjóða upp á barnapössun frá 22. júní til 5. ágúst eða eftir samkomulagi.  Einstök upplifun fyrir öll börn á aldrinum frá 5- 12 ára! Tekið er á móti þremur til fjórum börnum í einu þannig að ekki mun skorta fjörið á bænum. 

 

Ýmislegt er gert með börnunum og verður næg útivist í boði. Farið verður í gönguferðir, fjöruferðir og í sund. Börnin fá að gefa heimalningum og ærslast í heyinu. Nóg pláss er fyrir ýmsa leiki utandyra sem innan, boltaleiki og feluleiki. Svo verður ábyggilega bakað ofan í mannskapinn. 

 

Hafið samband í síma 4514015 eða sendið póst á netfangið bjf@ismennt.is.

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar og sjá fleiri myndir á www.melar.blog.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Úr sal.Gestir.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
Vefumsjón