Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. september 2018 Prenta

Þjóðverjarnir mættir í smalamennsku .

Þjóðverjarnir  Tanja, Gunter, Sören og Martin.
Þjóðverjarnir Tanja, Gunter, Sören og Martin.

Í gærkvöldi um kvöldmat komu fjórir þjóðverjar til Litlu-Ávíkur eins og í firrahaust. Þrír níir komu í þetta sinn og einn sem kom í fyrra hann Gunter Söll. Níir sem komu eru þau Tanja Ahrens, Sören Döhle og Martin Wi Hwer, enn allt þetta fólk vinnur hjá Evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Þeim þótti gaman að lenda í snjó á leiðinni norður, þótt þeyr hafi lent í vesini á Veiðileisuhálsi, en Magnús Hótelstjóri á Djúpavík bjargaði þeim yfir hálsinn. Einnig varð Sigursteinn Sveinbjörnsson að sækja Jón Arnar Gestsson í Veiðileysu seint í gærkvöld, Jón var á fólksbíll og komst ekki yfir hálsinn enda farið að skafa þar talsvert.

Eitthvað verður lítið smalað í dag vegna veðurs, enn reynt verður að ná fé sem hefur komið niður af fjöllum, sem náðist ekki í heimsmölunum. Uppfært kl:12:15. Hætt var við smölun kringum Kamb til Kúvíkur um Djúpavík og til Kjósarréttar, sem er vanalega á þessum degi. Leitað verður á morgun um Reykjarjörð og réttað í Kjós. (sjá leitarseðil.)

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
Vefumsjón