Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. nóvember 2012 Prenta

Þrjú Norðanáhlaup í mánuðinum.

Litla-Ávík blindbylur.Myndin er tekin 16-11-2012.
Litla-Ávík blindbylur.Myndin er tekin 16-11-2012.
Það sem af er nóvembermánuði eru búin að vera þrjú norðanáhlaup. Mánuðurinn byrjaði með Norðan og NA hvelli með snjókomu sem stóð í þrjá daga fyrsta til þriðja mánaðar. Enn gerði Norðaustan og Norðan storm eða hvassviðri 9 til 10,með snjókomu eða éljum. Þriðja áhlaupið var 16 til 18 þessa mánaðar og er nú nýgengið yfir. Í öllum þessum áhlaupum náði vindur yfir 20 m/s eða stormi í jafnavind,en mesti vindur náði 31 m/s eða ofsaveðri,bæði í firsta hretinu í byrjun mánaðar og í öðru áhlaupinu 9 til 10,en í veðrinu sem ný er gengið yfir var jafnavindur minni en í hinum veðrunum þótt vindur hafi farið yfir 20 m/s í mesta vind. Mikill sjór eða stórsjór og jafnvel hafrót varð í þessum veðrum.  Hér í Árneshreppi festi ekki mjög mikinn snjó í byggð eða á lálendi nema hlé megin og þar sem skjól myndaðist. Nú í þessu síðasta hvelli festi þó mun meyri snjó í byggð en í fyrri veðrunum og eru nú víða komnir djúpir skaflar. Fyrir utan þessi hret hefur mánuðurinn verið mjög umhleypingasamur þótt ekki sé meira sagt. Í þessum veðrum fóru allar samgöngur úr skorðum bæði flug og vegir lokuðust. Veðurspá frá Veðurstofu Íslands þegar þessum veðrum var spáð stóðst mjög vel,og er það fagnaðarefni hvað hægt er orðið að spá nákvæmt fram í tímann.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Komið í land með dráttartaug og kaðla.
  • Þokuhattur á Reykjaneshyrnu,Mýrarhnjúkur fyrrir miðri mynd.Myndin tekin 14-08-2012.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
Vefumsjón