Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 25. október 2008
Prenta
Tilkynning frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Viðbúnaði vegna snjóflóðahættu í þéttbýlisstöðum aflétt.
Snjóflóðadeild Veðurstofunnar hefur aflétt viðbúnaði vegna snjóflóðahættu fyrir þéttbýlisstaði á Norðurlandi. Næsta sólarhringinn er áfram búist við norðanátt með snjókomu eða éljum Norðanlands þannig að rétt er að vegfarendur sem fara um þekkt snjóflóðasvæði hafi vara á sér.