Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. október 2014 Prenta

Tónleikaröðin Mölin byrjar á ný.

Hljómsveitin ADHD mun opna tónleikaröðina veturinn 2014-2015.
Hljómsveitin ADHD mun opna tónleikaröðina veturinn 2014-2015.

Tónleikaröðin Mölin hefur senn göngu sína þriðja veturinn í röð og byrjar heldur betur með flugeldasýningu að þessu sinni. Hljómsveitin ADHD mun opna tónleikaröðina veturinn 2014-2015 með tónleikum á Malarkaffi á Drangsnesi þriðjudagskvöldið 21. október næstkomandi. 
ADHD hefur verið starfandi síðan árið 2007 en sveitina skipa bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir sem leika á saxófón og gítar, ofurtrymbillinn Magnús Tryggvason Elíassen og píranóviðundrið Davíð Þór Jónsson. Hljómsveitin var upphaflega sett saman fyrir Blúshátíð á Höfn í Hornafirði þar sem spilaðir voru standardar í bland við eigið efni. Samstarfið gekk vonum framar og náðu meðlimir sveitarinnar einstakri tónlistarlegri tengingu. Áframhaldandi samstarf var því eðlilegt næsta skref.

ADHD leikur framsækna en um leið aðgengilega og melódíska jazztónlist. Spilagleði sveitarinnar er einstaklega hrífandi enda eru meðlimir sveitarinnar meðal fremstu hljóðfæraleikara landsins og hika ekki við að láta ljós sitt skína, án þess þó að varpa skugga á meðleikara sína, lagasmíðar og heildarsvip. Sveitin hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir tónlist sína og flutning, m.a. hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin oftar en einu sinni og verið tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlanda.
Nýverið kom út fimmta hljómplata ADHD sem heitir einfaldlega ADHD 5 og er sveitin nú á ferð um landið til að kynna hana og verða, eins og áður sagði, á Malarkaffi þriðjudagskvöldið 21. október.
Húsið opnar kl.21:00 og hefjast tónleikar um hálftíma síðar.
Miðaverð er 2000 kr.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón