Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. júní 2014 Prenta

Tveir bændur hófu slátt um síðustu helgi.

Rúllað var á Melum á mánudag.
Rúllað var á Melum á mánudag.
1 af 2

Björn bóndi Torfason á Melum sló um þrjá og hálfan hektara á laugardag og sunnudag. Þetta var vel sprottið sagði Björn þótt svo snemma hafi verið slegið. Björn segist hafa slegið síðast svo snemma árið 2003,þá var einmuna tíð og góð spretta líkt og nú. Einnig hóf Gunnar Dalkvist í Bæ slátt um helgina og sló í fyrstu um tvo hektara,en ætlar að slá áfram um tíu hektara í viðbót til að geta borið á aftur og slegið seinni slátt.

Annars hefst ekki almennt sláttur hjá bændum fyrr en uppúr næstu mánaðarmótum. Einmuna sprettutíð hefur verið það sem af er sumri,komið úrkoma eins og eftir pöntunum og hlítt í veðri eftir 12. júní .

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
Vefumsjón