Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. mars 2018 Prenta

Tveir fóru fram af klettum í Stóru- Ávík.

Fram af þessum klettum féllu mennirnir.
Fram af þessum klettum féllu mennirnir.
1 af 3

Tveir ungir menn sem voru í heimsókn í Stóru –Ávík í Árneshreppi, og fóru að ganga um í morgunsárið og fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn en annar fór of framarlega og féll framaf klettunum en stoppaði á klettasillu um meter fyrir ofan sjó. Hinn maðurinn ætlaði að bjarga félaga sínum, en hann féll einnig framaf, en hvorugir fóru alveg í sjóinn. Tilkynning kom frá Landsbjörg um hálf níu og voru heimamenn komnir á staðin stuttu síðar og hófu björgunaraðgerðir. Einn var látinn síga niður til þeirra og var bundinn kaðall utanum þá og voru síðan dregnir upp einn í einu og svo sigmaðurinn síðastur, allt gekk þetta nú vonum fremur. Mennirnir voru orðnir mjög kaldir og var þeim komið í hús í Stóru –Ávík og hlynnt að þeim, en þeyr voru óbrotnir.

Sjúkrabíll kom frá Hólmavík ásamt lækni og einnig kom lögreglan á staðinn. Tveir bátar komu sem voru að leggja grásleppunet fyrir utan Reykjaneshyrnuna, enn gátu ekkert gert. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en henni var síðan snúið við, þegar vitað var að heimamönnum tókst að bjarga mönnunum upp.

Nánari frétt um slysið:

Fyrri maðurinn féll í sjóinn, og hinn stökk í sjóinn á eftir hinum og gat komið þeim báðum uppí klettasillu rétt fyrir ofan sjávarmál, þar sem þeir voru í sjálfheldu.Jón G G.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
  • Frá snjómoksri inn með Reykjarfirði.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
Vefumsjón