Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. nóvember 2012 Prenta

Um land allt seinni þáttur var sýndur í kvöld.

Talað var við Arinbjörn hjá Urðartindi í þættinum.
Talað var við Arinbjörn hjá Urðartindi í þættinum.
Seinni þátturinn úr Árneshreppi á Stöð 2 var sýndur í kvöld „Um land allt" og var á dagskrá á milli kl 18.55 og 19.15. Þeir Kristján Már Unnarsson fréttastjóri og Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður voru á ferð í Árneshreppi 12 október síðastliðin og tóku viðtöl við fólk og myndir mjög víða í hreppnum. Þættirnir njóta mikilla vinsælda,og eru með eitt mesta áhorf á Stöð 2. Fyrri þátturinn var sýndur á sunnudaginn fyrir viku og voru hreppsbúar mjög ánægðir með hann eftir heimildum fréttavefsins Litlahjalla. Viðtal var í þessum seinni þætti tildæmis við Arinbjörn Bernharðsson ferðaþjónustu frömuð hjá Urðartindi í Norðurfirði,einnig við Gunnstein Gíslason fyrrum oddvita Árneshrepps og Margréti Jónsdóttur,og núverandi oddvita Oddnýju Þórðardóttur, ásamt mörgum öðrum. Hér má sjá seinni þáttinn á netinu !Um land allt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Afmælisbarnið og gestir.
Vefumsjón