Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. janúar 2014 Prenta

Úrkoman var 708,0 mm árið 2013.

Úrkoman var 81,1 mm minni en árið 2012.
Úrkoman var 81,1 mm minni en árið 2012.

Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 708,0 mm á liðnu ári 2013. Úrkoman hefur aldrei náð því að fara yfir þúsund millimetra á einu ári nema árið 2011,þá var úrkoman 1153,8 mm,sem var úrkomumet. Næst þessu meti kom árið 2009 með 994,6 mm,og árið 2006 með 993,2 mm. Enn minnsta úrkoma á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var árið 2010 með 633 mm. Og var það í eina skiptið sem úrkoma er undir sjö hundruð millimetrum á ársgrundvelli. Aðeins einu sinni fór úrkoman 2013 yfir hundrað mm í einum mánuði og það var í september (107,7 mm). Og minnsta úrkoma á árinu 2013 var í júní (13,2mm). Úrkoman var því 81,1 mm minni en árið 2012.

 

Hér fer á eftir tölur yfir mælingar á úrkomu frá 12 ágúst 1995,en þá hófust mælingar í Litlu-Ávík,og nú til ársins 2013: 1995. (358,3 mm) frá ágúst til desember. 1996. (778,0 mm). 1997. (914,9 mm). 1998. (892,9 mm). 1999. (882,0 mm). 2000. (743,8 mm).2001. (722,6 mm). 2002. (827.4 mm). 2003. (883,0 mm). 2004. (873,9 mm).2005. (763,3 mm). 2006. (993,2 mm). 2007. (972,0 mm). 2008. (864,1 mm). 2009. (994,6 mm). 2010. (633,5 mm). 2011.(1153,8 mm).2012. (789,1 mm).2013.(708,0 mm).

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Blandað í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón