Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. janúar 2020 Prenta

Veðrið í Desember 2019.

Hafrót ölduhæð áætluð 9 til 14 metrar.
Hafrót ölduhæð áætluð 9 til 14 metrar.
1 af 2

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Fyrstu fjóra daga mánaðar voru suðlægar vindáttir með lítilli úrkomu. Ótrúlega hlítt var þann 2 og aðfaranótt þann 3, þegar hiti fór í 12,6 stig, og varð það mesti hiti mánaðarins. Síðan voru norðaustlægar vindáttir með éljum, slyddu eða snjókomu í 5 daga. Frá 10 til 11 var norðan eða NA stormur rok og eða ofsaveður, með rigningu, slyddu og síðan snjókomu. Siðan voru áframhaldandi norðaustanáttir með snjókomu eða éljum, sem gengu niður á Þorláksmessa þann 23. Frá 24 til 25 voru breytilegar vindáttir eða suðlægar, með lítilli úrkomu. Norðaustan og norðanáttir voru frá 26 til 29 með talsverðri rigningu, slyddu eða snjókomu. 30 til 31 voru suðlægar vindáttir með lítilsáttar úrkomu. Umhleypingasamt og úrkomusamt var í mánuðinum.

Mikil hálka var á vegum, sérstaklega á milli jóla og áramóta. Hiti eða frost á víxl og oft um frostmarkið.

Vindur náði 34 m/s eða (gömlum 12 vindstigum.) í vindkviðum í SSV hvassviðri aðfaranótt þriðja og fram á morgunn.

Í Norðan ofsaveðrinu þann 10 var jafnavindur mestur 32 m/s og mesti vindur var í kviðum 42 m/s klukkan 21:00.

Tjón: Í ofsaveðrinu þann 10 til 11 fauk þak af í heilu lagi á húsi Ferðafélags Íslands á Valgeirsstöðum í Norðurfirði.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 107,9 mm. (í desember 2018: 56,2 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.

Þurrir dagar voru 4.

Mestur hiti mældist þann 3. +12,6 stig,

Minnstur hiti mældist þann 13. -6,4 stig.

Meðalhiti mánaðarins var +1,2 stig. (í desember 2018: +1,8 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,34 stig. (í desember 2018: -1,25 stig.)

Alhvít jörð var í 23 daga.

Flekkótt jörð var í 4 daga.

Auð jörð var því í 4 daga.

Mesta snjódýpt mældist þann 14. 16 cm.

Sjóveður. Lítið var um gott sjóveður í mánuðinum, það var þó í nokkra daga sæmilegt, 1, 2 , 4 og 7, 25, 26, 27, 31. Það er sjólítið eða dálítill sjór. Annars var mjög slæmt sjóveður eða alls ekkert: Talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór, stórsjór, hafrót.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-4: Suðvestan eða SA, S, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, hvassviðri aðfaranótt þ.3 og fram á morgun, rigning eða skúrir, en úrkomulaust þ.4. hiti frá -1 til +13 stig.

5-9: Norðaustan eða N, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass eða hvassviðri, él, slydda, rigning, snjókoma, úrkomulaust þ.6. hiti +3 og niður í -4 stig.

10-11: Norðaustan og norðan stormur, rok, ofsaveður, rigning, slydda, snjókoma, hiti +3 til -2 stig.

12-23: Norðaustan, hvassviðri, allhvasst, stinningskaldi, kaldi, snjókoma, él, slydda, hiti frá -6 til +4 stig.

24: Breytileg vindátt, kul, súld, hiti 0 til +4 stig.

25: Suðvestan stinningskaldi, stinningsgola, gola, úrkomulaust, hiti 0 til -2 stig.

26-29: Norðaustan eða N, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, rigning, slydda, snjókoma, hiti frá -3 til +5 stig.

30-31: Suðvestan eða sunnan, gola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, úrkomulaust þ. 30. en lítilsáttar rigning og skúrir þ. 31. hiti frá -2 til +6 stig.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Þorsteinn og Ási við vinnu á lagnagrind.23-01-2009.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Hafís á Norðurfirði og Norðurfjarðabæjirnir sjást.
Vefumsjón