Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. júní 2007 Prenta

Veðrið í mai 2007

Reykjaneshyrna.
Reykjaneshyrna.
Yfirlit yfir veðrið í maí 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík
Maí var mjög kaldur í heildina.
1-2:Suðaustan gola eða stinningsgola,lítils háttar rigning hiti 3 til 8 stig.
3-19:Norðaustan og Norðan,gola,kaldi eða stinningskaldi,slydda,snjókoma eða él,hiti frá 4 stigum niðrí 2 stiga frost.
20-21:Suðaustan og Sunnan,stinningsgola,smá rigning eða skúrir,aðeins hlýrra en verið hefur eða hiti 4 til 7 stig yfir daginn.
22-23:Vestlæg vindátt stinningsgola,skúrir eða slydduél,hiti 2 til 5 stig.Snérist til Norðanáttar um kvöldið og kólnar í veðri.
24-26:Norðan allhvass síðan kaldi,slydda,snjókoma eða él,hiti 0 til 2 stig.
27: Norðanáttin gengur niður,gola,úrkomulaust,hiti 0 til 4 stig,heldur hlýnandi.
28-29:Suðlægar vindáttir,gola,þurrt,hiti 4 til 12 stig.
30-31:Norðan og Norðvestan,gola,stinningsgola,þokuloft og súldarvottur,heldur kaldara hiti 3 til 7 stig.
Gróður er rétt að taka við sér í mánaðarlok.
Úrkoman mældist 47,0 mm og er það í meðallagi.
Mestur hiti var þann 29 þá 12,0 stig.
Mest frost var þann 20 þá -1,7 stig.
Mesta snjódýpt var þann 25 og var 3 cm.
Jörð var alhvít í 1 dag og flekkótt í 7daga og þá auð í 23 daga.
Sjóveður var slæmt fyrir smærri báta talsverður eða allmikill sjór þessa daga:6-7-11-12-13-17-18-19-24-25-og 26.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Náð í einn flotann.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
Vefumsjón