Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. mars 2008 Prenta

Veðurspáin fyrir dagin í gær stóðst.

Frá Litlu-Ávík.
Frá Litlu-Ávík.
Veðurspá Veðurstofu Íslands stóðst hundrað prósent fyrir dagin í gær fyrir Strandir og Norðurland Vestra.
Blindbylur var í allan gærdag og vindátt af NNV hvassviðri og stormur um tíma með talsverðu frosti en dróg úr frostinu með kvöldinu og seint í gærkvöld var hiti yfir 1 stig og slydda.
Á miðvikudagin 19-03-2008 var ekki hægt að hæla veðurspánni frá Veðurstofu Íslands fyrir þetta svæði var spáð SV 8 til 13 m/s en raunin var allt önnur,fór að hvessa mikið um og upp úr kl 13:00 með allhvössum vindi og hvassviðri og jafnvel stormkviðum,undirritaður veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hafði samband við vakthafandi veðurfræðing og spurði á hverju veðurspá hafi ekki verið breytt eftir upplýsingar frá stöðvum við Húnaflóa sem sýndu allt upp í 22 m/s í jafnavind eftir hádeigið,þar var lítið um svör en sögðust ekki hafa séð þetta fyrir á spákortum,þannig að þarna hafa mikil mistök átt sér stað á Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Úr sal.Gestir.
  • Ágústa og Þórólfur í Sparisjóðnum.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
Vefumsjón