Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júní 2010 Prenta

Vefurinn Reiknivél PFS opnaður.

Ráðherra Samgöngu og sveitarstjórnamála opnaði vefinn.Mynd Óskar Sæmundsson.
Ráðherra Samgöngu og sveitarstjórnamála opnaði vefinn.Mynd Óskar Sæmundsson.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur opnað vefinn Reiknivél PFS (www.reiknivél.is).  Tilgangur reiknivélarinnar er að auðvelda neytendum að átta sig á flóknum fjarskiptamarkaði og bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir heimasíma, farsíma og ADSL nettengingar. 
Reiknivél PFS tekur til algengustu innanlandsnotkunar á heimasíma og farsíma  og niðurhals á gögnum erlendis frá með ADSL tengingum.

Kristján L. Möller ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála opnaði vefinn í dag að viðstöddum gestum.

Hægt er að fara tvær leiðir við notkun vélarinnar fyrir heimasíma og farsíma:  Nota hreyfanlegan kvarða þar sem gengið er út frá meðalgildum fyrir litla til mikla notkun eða slá inn eigin tölur um notkun.  Við útreikning ber reiknivélin saman verðskrár fjarskiptafyrirtækjanna fyrir sambærilegar þjónustuleiðir. 
Nánar hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Fell-06-07-2004.
  • Dregið upp.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
Vefumsjón