Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. maí 2010 Prenta

Vefurinn í lágmarki í maí vegna sauðburðar.

Fyrsta ærin í Litlu-Ávík bar aðfaranótt mánudags,tveim lömbum.Sauðburður skollin á.
Fyrsta ærin í Litlu-Ávík bar aðfaranótt mánudags,tveim lömbum.Sauðburður skollin á.
1 af 2
Nú er sauðburður að skella á að fullu,fyrsta ærin bar tveim lömbum aðfaranótt mánudagsins 10 maí,og vefstjóri Litlahjalla komin í sauðburð hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík ásamt kaupakonu,þannig að vaktir skiptast á þrjár manneskjur,en um 240 ær og gimbrar eru með lömbum,en mjög lítið er gelt miðað við talningu fósturvísa í vetur.Það var eitthvað sérstakt í fyrra hversu margar lambgimbrar voru geldar.

En sem betur fer virðist ætla að viðra vel til að setja lambfé snemma út.

Undirritaður hefur verið að vinna á túnum (slóðadraga)húsdýraáburðinn sem borinn var á tún síðastliðið haust en engin húsdýraáburður var settur á tún 2008 og var þetta því mikið magn og þurfti að slóðadraga næstum öll tún í Litlu-Ávík og á hjáleigunni á Reykjanesi,undanfarna daga.

Einnig hefur þurft að umfelga,setja sumardekk undir nokkra bíla hér í sveitinni.En hjólbarðaþjónusta er í Litlu-Ávík.

Þannig að nú frá því að sauðburður er komin á fullt verður lítið skrifað á vefinn Litlahjalla.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Sundlaugin Krossnesi-04-10-2006.
Vefumsjón